Sport

Seagal: Mótmæli NFL-leikmanna eru viðbjóðsleg | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Seagal virðist vera fluttur til Rússlands.
Seagal virðist vera fluttur til Rússlands.
Er þú hélst að búið væri að snerta á öllum flötum varðandi NFL og þjóðsönginn þá stígur grjótharður Steven Seagal fram á sjónarsviðið og rífur kjaft.

Kvikmyndastjarnan er ekki par sáttur við leikmenn NFL-deildarinnar er þeir fara niður á hné í mótmælaskyni fyrir leik.

„Ég er talsmaður þess að allir hafi rétt á að tjá sig. Ég get samt ekki stutt það að leikmenn taki fólk sem ætlar að horfa á fótboltaleik í gíslingu með þessum mótmælum sínum,“ sagði Seagal í samtali við Piers Morgan í morgunþætti ITV. Seagal var í spjalli frá Moskvu þar sem hann er í hlýjum faðmi Vladimir Pútin þessa dagana.

„Mér finnst þessi hegðun fáranleg og í raun brandari. Þetta er viðbjóðslegt. Ég virði bandaríska fánann og hef margoft lagt líf mitt í hættu fyrir fánann. Ég skil ekki og styð ekki svona hegðun.“

NFL

Tengdar fréttir

Eini leikmaður Steelers sem lét sjá sig í þjóðsöngnum

Öll lið NFL-deildarinnar tóku þátt í mótmælum í gær sem var beint að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann virðir ekki tjáningarfrelsi leikmanna og vill láta reka leikmenn sem neita að standa er þjóðsöngurinn er leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×