Lífið

Ragga Nagli segir frá hollum staðgenglum í sósum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragga Nagli þekkir hollt matarræði vel.
Ragga Nagli þekkir hollt matarræði vel.
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, fer yfir góðar og hollar sósur sem hægt er að reiða fram.

Sósur eru oft algjör hausverkur fyrir fólk sem er í átaki og forðast margir óhollar sósur eins og heitan eld.

Ragga Nagli gefur fylgjendum sínum margar skemmtilegar uppskriftir í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni.

Hér að neðan má lesa yfirferð Röggu Nagla í sósugerð.

 

- Sykurlaust apríkósumarmelaði (Good Good) í staðinn fyrir mangó chutney með mat.

Til dæmis með indverskum mat, eða út á ofnbakaðan lax

- Gera salatdressingu úr balsamediki, sykurlausu sírópi (Good Good) og sinnepi (French).

- Ósætaða möndlumjólk (Isola græn) í staðinn fyrir rjóma í sósur.

- Kakónibbur (Himnesk hollusta) í stað súkkulaðispænis í uppskriftir

- Nota sykurlausa sweet chili (fæst oft í Asíumörkuðum)

- Gera eigin satay sósu úr náttúrulegu hnetusmjöri, sykurlausri sweet chili, möndlumjólk, soja og limesafa

- Gera horaða súkkulaðisósu úr ósætuðu kakói, sykurlausu sírópi og ósætaðri möndlumjólk

- Gera eigin barbikjúsósu úr sykurlausri tómatsósu (Himnesk hollusta), sykurlausu sírópi og smoke flavoring

- Gera eigið chili mæjó, kokteilsósu, sinnepssósu, úr Light mæjónesi og allskonar annarri gleði.

Kokteilsósa: sykurlaus tómatsósa + sinnep + soja

Chili mæjó: sriracha + sykurlaus tómatsósa

Sinnepssósa: French sinnep + sykurlaust síróp

Aioli: kraminn hvítlaukur


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×