Lífið

Julia Louis-Dreyfus með brjóstakrabbamein

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Emmy verðlaununum þann 17. september þar sem Julia Louis-Dreyfus hlaut tvenn verðlaun.
Frá Emmy verðlaununum þann 17. september þar sem Julia Louis-Dreyfus hlaut tvenn verðlaun.
Leikkonan Julia Louis-Dreyfus hefur verið greind með brjóstakrabbamein. Frá þessu greinir hún á Twitter síðu sinni.

„Ein af hverjum átta konum fær brjóstakrabbamein. Í dag er ég þessi eina,“ skrifaði Louis-Dreyfus.

„Góðu fréttirnar eru þær að ég á stórkostlegt stuðningsnet fjölskyldu og vina og er vel tryggð í gegnum stéttarfélagið mitt. Slæmu fréttirnar eru að ekki allar konur eru svo heppnar, svo við skulum berjast gegn öllum krabbameinum og gera heilbrigðisþjónustu aðgengilega fyrir alla.“

Julia Louis-Dreyfus er margverðlaunuð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og þá þekkja hana flestir eflaust sem Elaine úr þáttunum Seinfeld. Þá hlaut hún á dögunum sín sjöttu Emmy verðlaun fyrir leik sinn sem Selina Meyer í sjónvarpsþáttunum Veep.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×