Lífið

Kórar Íslands: Kór Keflavíkurkirkju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 

Annar þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Kór Keflavíkurkirkju sem kemur fram í öðrum þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Kór Keflavíkurkirkju

Kór Keflavíkurkirkju er athafnakór og miklu meira en venjulegur kirkjukór. Stjórnandinn er Arnór B. Vilbergsson. Fyrir utan hefðbundið safnaðarstarf s.s. söng í messum og útförum hefur kórinn sett upp metnaðarfull verkefni á hverju ári bæði í popp og klassík.

Í kórnum starfa að jafnaði um 30 virkir félagar en alls eru félagar um 50. Innan kórsins starfa svo minni sönghópar s.s. karlakvartettinn kóngar, jólaseríurnar (þverflaugur + sópran) auk þess sem margir eru liðtækir tónlistarmenn eða spila í hljómsveit.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×