Lífið

Kjúklingaborgari bjargar íslenskum strák í suður-afrískri auglýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg auglýsing.
Skemmtileg auglýsing.
Íslenskur dregnur fer á kostum sem „Björgvin Rafnkelsson“ í glænýrri auglýsingu frá suður-afríska skyndibitafyrirtækinu Chicken Licken.

Auglýsingin er tekin upp í Vík í Mýrdal og er hin glæsilegasta. Þar er sögð saga af dreng sem byrjaði að haga sér mjög einkennilega fyrir þremur til fjórum árum og byrjaði að tala skrýtið tungumál. Foreldrar hans höfðu miklar áhyggjur af hegðun drengsins, göngulagi og háttalagi í heild.

Til að gera langa og mjög skrýtna sögu stutta var það kjúklingaborgari frá Chicken Licken sem bjargaði drengnum eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×