Lífið

Grét þegar hann komst að því að sonurinn hafði náð lögmannsréttindaprófinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg stund.
Falleg stund.
„Hérna er myndband af því þegar ég sagði föður mínum að ég hafi náð lögmannsréttindaprófinu,“ segir maður í texta sem fylgir YouTube-myndbandi sem er að slá í gegn á Reddit.

Í myndbandinu má sjá viðbrögð föður hans þegar hann færir honum fréttirnir.

„Pabba mínum langaði alltaf að verða lögmaður en þurfti að flýja Níkaragva með mömmu minni og systur vegna stríðs á níunda áratuginum. Ég fæddist nokkrum áður síðar í Venúsúela og því næst flutti fjölskyldan til Bandaríkjanna.“

Hann segir að foreldrar hans hafi alla ævi þurft að vinna mjög mikið til að framfleyta fjölskyldunni.

„Í dag er ég lögmaður og systir mín er læknir. Við hefðum aldrei getað þetta án foreldra okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×