Innlent

Þessi taka til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heldur stefnuræðu sína í kvöld klukkan 19:30. Í kjölfarið verða umræður um ræðuna og skiptast þær í þrjár umferðir.

Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð. Í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:
Sjálfstæðisflokkur
Vinstri hreyfingin – grænt framboð
Píratar
Framsóknarflokkur
Viðreisn
Björt framtíð
Samfylkingin

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrstu umferð, Sigríður Á. Andersen dómsmála­ráðherra, í annarri umferð og Páll Magnússon, 1. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir, 2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Steingrímur J. Sigfússon, 3. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Fyrir Pírata tala Birgitta Jónsdóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Eva Pandora Baldursdóttir, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 10. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigurður Ingi Jóhannsson, 2. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Lilja Alfreðsdóttir, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Silja Dögg Gunnarsdóttir, 7. þingmaður Suðurkjördæmis.

Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrstu umferð Benedikt Jóhannesson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í annarri og í þriðju umferð Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé heilbrigðis­ráðherra, í annarri Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auð­linda­ráðherra, og í þriðju umferð Theodóra S. Þorsteinsdóttir, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Logi Einarsson, 9. þingmaður Norðausturkjördæmis, í annarri Oddný G. Harðardóttir, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, og Guðjón S. Brjánsson, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira