Viðskipti innlent

Toshiba Global verðlaunar Nýherja

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn Nýjerja með verðlaunagripinn.
Starfsmenn Nýjerja með verðlaunagripinn.

Alþjóðlega tæknifyrirtækið Toshiba Global Commerce Solutions hefur veitt Nýherja viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur í sölu og innleiðingu afgreiðslulausna á íslenskum smásölumarkaði.

„Við erum í skýjunum með þennan árangur enda hefur eftirspurn eftir Toshiba afgreiðslulausnum farið vaxandi með skilvirkum sölu- og markaðsaðgerðum sem hefur skilað sér þessari viðurkenningu,” segir Sigurjón Hjaltason lausnastjóri afgreiðslulausna hjá Nýherja í tilkynningu.

Sigurjón segir starfsmenn Nýherja sjá fram á miklar breytingar í smásölu á komandi árum. Netverslun verði umfangsmeiri og sjálfvirkni verði liður í hefðbundnum verslunarrekstri.

„Það eru sannarlega spennandi tímar á þessu sviði en um leið ögrandi. Bæði söluaðilar afgreiðslulausna og verslanir þurfa sífellt að aðlaga sig að þörfum viðskiptavina og tæknibreytingum. Við hlökkum hins vegar til framtíðarinnar með Toshiba enda hafa þeir verið með puttann á tæknipúlsinum hingað til,” segir Sigurjón.

Toshiba er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir smásölumarkað, með ríflega þúsund samstarfsaðila vítt og breitt um heiminn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0,91
15
171.901
SIMINN
0,33
3
53.573
SJOVA
0
4
42.086
HEIMA
0
3
2.531

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-1,44
3
26.024
ORIGO
-1,43
2
5.144
HAGA
-1,19
4
154.463
MARL
-1,14
8
256.988
EIM
-1,07
3
7.842