Erlent

Bretar muni sjá eftir Brexit

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nordicphotos/AFP
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nordicphotos/AFP

Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær.

Sagði Juncker jafnframt að Brexit yrði sorgleg stund fyrir sambandið en að ESB myndi halda ótrautt áfram.

„Brexit er ekki framtíð Evrópu. Það mun ekki marka endalokin,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar.

Um var að ræða stefnuræðu framkvæmdastjórnarinnar þegar Evrópuþingið kom saman í Strassborg í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira