Erlent

Elsti pandabjörn í heimi er dauður

Atli Ísleifsson skrifar
Haldið var upp á 37 ára afmæli Basi í janúar síðastliðinn.
Haldið var upp á 37 ára afmæli Basi í janúar síðastliðinn. Vísir/Getty
Elsti pandabjörn heims sem býr í dýragarði er dauður. Pandabjörninn Basi var 37 ára gamall sem samsvarar um hundrað mannsárum en hann bjó í dýragarði í Fuzhou-héraði í suðausturhluta Kína.

Pandabirnir, sem eru í hávegum hafðir í Kína, voru eitt sinn í útrýmingarhættu en þökk sé verndaraðgerðum hefur stofninn náð að jafna sig þó hann sé enn í viðkvæmri stöðu.

Basi var nefnd í höfuðið á þeim dal þar sem henni var bjargað, en hún var færð í dýragarðinn þegar hún var fjögurra eða fimm ára gömul.

Í frétt BBC er haft eftir kínverskum embættismanni að Basi var fyrirmynd lukkudýrs fyrstu Asíuleikanna árið 1990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×