Handbolti

Reynsluboltar til liðs við KA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreinn og Heimir eru komnir aftur í KA-heimilið.
Hreinn og Heimir eru komnir aftur í KA-heimilið.
Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafi báðir komist að samkomulagi við KA um að spila með liðinu í vetur í Grill66 deild karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA en um er að ræða mjög reynslumikla leikmenn sem ættu að styrkja liðið umtalsvert.

Heimur og Hreinn léku í áraraðir með KA á sínum tíma og síðan með Akureyri. Báðir urðu þeir til að mynda Íslandsmeistarar með félaginu árið 2002 eftir magnað úrslitaeinvígi gegn Val en Valsmenn komust í 2-0 í seríunni og þurftu KA-menn að vinna þrjá leiki í röð, sem þeir gerðu.

Fyrsti leikur KA er gegn ÍBV U í Grill66 deild karla á morgun í KA-heimilinu. Hér að neðan má sjá samantekt RÚV úr einvígi KA og Vals fyrir 15 árum. Hreinn var öflugur í vörn og Heimir lék bæði sókn og vörn. Heimir Örn hefur verið í dómgæslu í efstu deild undanfarin ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×