Handbolti

Reynsluboltar til liðs við KA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreinn og Heimir eru komnir aftur í KA-heimilið.
Hreinn og Heimir eru komnir aftur í KA-heimilið.

Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafi báðir komist að samkomulagi við KA um að spila með liðinu í vetur í Grill66 deild karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA en um er að ræða mjög reynslumikla leikmenn sem ættu að styrkja liðið umtalsvert.

Heimur og Hreinn léku í áraraðir með KA á sínum tíma og síðan með Akureyri. Báðir urðu þeir til að mynda Íslandsmeistarar með félaginu árið 2002 eftir magnað úrslitaeinvígi gegn Val en Valsmenn komust í 2-0 í seríunni og þurftu KA-menn að vinna þrjá leiki í röð, sem þeir gerðu.

Fyrsti leikur KA er gegn ÍBV U í Grill66 deild karla á morgun í KA-heimilinu. Hér að neðan má sjá samantekt RÚV úr einvígi KA og Vals fyrir 15 árum. Hreinn var öflugur í vörn og Heimir lék bæði sókn og vörn. Heimir Örn hefur verið í dómgæslu í efstu deild undanfarin ár. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira