Enski boltinn

Blaðamaður á Guardian: Gylfi er það sem Everton vantar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Jonathan Wilson, blaðamaður á Guardian og rithöfundur frá Sunderland, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton og íslenska landsliðsins.

„Ég er mjög hrifinn af honum. Ég held að margir hafi verið hissa þegar hann fór frá Tottenham. Þegar hann var hjá Swansea var tilfinningin alltaf sú að hann væri of góður fyrir liðið,“ sagði Wilson.

„Stundum gerist það að leikmanni líður vel hjá félagi og vill ekki fara. Og þannig leit ég á hann; hann væri of góður fyrir Swansea en væri í þægilegu umhverfi,“ sagði Wilson sem hefur trú á því að Gylfi spjari sig vel hjá Everton.

„Ég er ekki viss um að hann sé 45 milljóna punda virði en markaðurinn er orðinn svo klikkaður. Gylfi er skapandi leikmaður sem þá vantar þegar [Ross] Barkley er ekki með. Hann er það sem Everton vantaði og ég vona að honum gangi vel,“ sagði Jonathan Wilson.


Tengdar fréttir

Ótrúlegt afrek ef íslenska landsliðið kemst á HM

Enski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jonathan Wilson hefur fylgst grannt með uppgangi íslenska fótboltalandsliðsins á síðustu árum. Hann segir að það yrði risastórt afrek ef Ísland kæmist á HM en á endanum muni fámennið hér á landi væntanlega segja til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×