Enski boltinn

Zlatan: Kem sterkari til baka

Dagur Lárusson skrifar
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn.
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn. Vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, segir að hann muni koma ennþá betri til baka eftir meiðslin sem hann er að ganga í gegnum.

Eins og vitað er meiddist Zlatan illa á hné undir lok síðasta tímabils þegar hann var að spila með United í undanúrslitum evrópudeildarinnar.

„Mér líður vel. Þetta er ný áskorun en ég er mjög sterkur andlega og þegar ég set mér markmið þá næ ég þeim.“

„Ég mun fara í gegnum hvaða áskorun sem er, það skiptir ekki máli, ég mun standast allt til þess að ná markmiðum mínum.“

Þessi 35 ára gamli leikmaður skoraði 28 mörk fyrir United á síðasta tímabili en segist staðráðinn í að gera betur.

„Þegar ég mæti á völlinn aftur að spila fótbolta þá verð ég betri heldur en áður, ég er ekki að koma til baka vegna þess hver ég er, ég er að koma til baka til þess að verða betri leikmaður heldur en ég var, ímyndið ykkur hvernig það mun vera,“ sagði Zlatan


Tengdar fréttir

Zlatan er kominn aftur til United

Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur á Old Trafford og skrifaði undir eins árs samning við Manchester United.

Segir að Zlatan vilji spila áfram í Evrópu

Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Zlatans Ibrahimovic eftir að ljóst væri að hann myndi ekki vera áfram hjá Manchester United á Englandi. Talið hefur verið að hann myndi ganga til liðs við LA Galaxy í Bandaríkjunum en forseti liðsins segir annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×