Enski boltinn

Pochettino: Er þakklátur Kane

Dagur Lárusson skrifar
Pochettino á hliðarlínunni nú í vikunni
Pochettino á hliðarlínunni nú í vikunni Vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham Hotspur, segist hafa sérstaka ástæðu til þess að vera þakklátur í garð Harry Kane.

Harry Kane hefur farið mikinn fyrir Tottenham síðustu 3 árin og skoraði hann sitt 100. mark fyrir félagið gegn Everton á dögunum en Pochettino segir að það verður alltaf einn af hans mörkum sem verður í uppáhaldi hjá sér.

Í nóvember 2014 var Tottenham ekki búið að fara vel af stað í deildinni undir stjórn Pochettino og voru þeir í vandræðum á Villa Park gegn Aston Villa þegar Harry Kane kom inná og skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.

„Ég get líklega fundið fleiri mörk sem eru mikið flottari en ég tengi mörk alltaf við tilfinningar.“

„Fyrir mér þá var þetta frábært mark vegna þess að þetta gerði okkur kleyft að standa hérna ennþá í dag.“

„Við vorum í 13. eða 14. sæti í deildinni og við vorum undir mikilli pressu. Þegar þú nærð ekki góðum úrslitum í fótbolta sem knattspyrnustjóri þá munt þú finna fyrir pressu en þetta mark leyfði okkur að halda áfram og breyta stefnunni hjá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×