Enski boltinn

Newcastle áfram á sigurbraut | Öll úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, fagnar sigurmarki sínu gegn Stoke.
Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, fagnar sigurmarki sínu gegn Stoke. vísir/getty
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle United heldur áfram á sigurbraut en liðið vann 2-1 sigur á Stoke City á St. James' Park. Með sigrinum komst Newcastle upp í 4. sæti deildarinnar.

Christian Atsu kom Newcastle yfir á 19. mínútu en Xherdan Shaqiri jafnaði metin á 57. mínútu. Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, skoraði sigurmarkið á 68. mínútu. Hann skoraði einnig sigurmarkið gegn Swansea City um síðustu helgi.

Huddersfield og Leicester City skildu jöfn á Kirkless-vellinum. Lokatölur 1-1.

Laurent Depoitre kom Huddersfield yfir á upphafsmínútu seinni hálfleiks með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Gleðin var skammvinn því Jamie Vardy jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á 50. mínútu og þar við sat.

Ekkert mark var skorað í leik West Brom og West Ham á The Hawthornes. West Ham tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur nú fengið fjögur stig í síðustu tveimur leikjum.

Manchester City slátraði Watford, 0-6, þar sem Sergio Agüero skoraði þrennu.

Burnley náði í stig gegn Liverpool á Anfield. Lokatölur 1-1.

Í hádegisleiknum vann Southampton 0-1 útisigur á Crystal Palace.


Tengdar fréttir

Fimmtán marka vika hjá City-mönnum

Manchester City fullkomnaði frábæra viku með 0-6 útisigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sergio Agüero skoraði þrennu í leiknum.

Tap í fyrsta leik hjá Hodgson

Crystal Palace og Southampton mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikur Roy Hodgson með Palace. Fyrir leikinn sat Crystal Palace í neðsta sæti deildarinnar án stiga og engin mörk skoruð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×