Enski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Agüero og öll hin mörkin úr ensku úrvalsdeildinni í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Agüero var óstöðvandi gegn Watford.
Sergio Agüero var óstöðvandi gegn Watford. vísir/getty
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Manchester City tók Watford í kennslustund á Vicarage Road. Lokatölur 0-6, City í vil. Sergio Agüero skoraði þrennu og er þar með orðinn markahæstur í deildinni með fimm mörk.

Öfugt við síðasta tímabil gera Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley það gott á útivelli. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í gær.

Newcastle United lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar með 2-1 sigri á Stoke City á St. James' Park. Annan leikinn í röð skoraði Jamaal Lascelles sigurmark Newcastle.

Crystal Palace er enn án stiga og á eftir að skora mark á tímabilinu. Liðið tapaði 0-1 fyrir Southampton í fyrsta leiknum undir stjórn Roys Hodgson.

Ófarir Tottenham á Wembley halda áfram en liðið gerði markalaust jafntefli við Swansea City. Það var heldur ekkert skorað í leik West Brom og West Ham. Þá gerðu Huddersfield og Leicester City 1-1 jafntefli.





 

Watford 0-6 Man City
Liverpool 1-1 Burnley
Newcastle 2-1 Stoke
Crystal Palace 0-1 Southampton
Tottenham 0-0 Swansea
West Brom 0-0 West Ham
Huddersfield 1-1 Leicester
Laugardagsuppgjör



Fleiri fréttir

Sjá meira


×