Fótbolti

AC Milan með sigur á Udinese

Dagur Lárusson skrifar
Kalinic skorar í dag.
Kalinic skorar í dag. Vísir/getty
Fjórum leikjum var að ljúka í ítölsku deildinni og þar á meðal leik AC Milan og Udinese.

Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Udinese en þeir lenntu undir snemma leiks en þá var það Nikola Kalinic sem að skoraði fyrir heimliðið.

Udinese voru þó ekki lengi að taka við sér því aðeins sex mínútum seinna var staðan orðin jöfn eftir mark frá Kevin Lasagna. Staðan var þó ekki lengi jöfn þar sem að Kalinic kom AC Milan yfir á nýjan leik aðeins nokkrum mínútum seinna.

Þetta voru lokatölur leiksins og eftir leik er AC Milan í 4.sæti með 9 stig á meðan að Udinese er í 15.sæti með 3 stig.

Napoli tóku Benevento í kennslustund en lokatölur þar voru 6-0 þar sem Dries Mertens fór hamförum og skoraði þrennu. Torino og Sampdoria skildu jöfn 2-2 og SPAL 2013 tapaði fyrir Cagliari 2-0.

 

Paolo Dybala skoraði öll þrjú mörk Juventus þegar liðið lagði Sassuolo að velli, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×