Enski boltinn

Mourinho aldrei tapað heimaleik í deild á sunnudegi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho var sáttur með 4-0 sigur United á Everton í gær.
José Mourinho var sáttur með 4-0 sigur United á Everton í gær. vísir/getty
Ætla mætti að sunnudagur væri uppáhalds dagurinn hans José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United. Hann hefur nefnilega aldrei tapað deildarleik á heimavelli á sunnudegi.

Mourinho hefur stýrt Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid og United í 105 sunnudagsleikjum á heimavelli og aldrei tapað. Mögnuð tölfræði hjá Portúgalanum.

Af þessum 105 leikjum hefur 81 unnist og 24 endað með jafntefli.

Þar fyrir utan hafa lið undir stjórn Mourinhos aldrei tapað heimaleik í öllum keppnum á sunnudegi. Leikirnir eru þá 113 og sigrarnir 87, að því er fram kemur í úttekt Daily Mail.

United vann 4-0 sigur á Everton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Rauðu djöflarnir eru í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki.


Tengdar fréttir

Rooney í tveggja ára akstursbann

Wayne Rooney hefur verið dæmdur í tveggja ára akstursbann, ásamt sekt og 100 klukkustundum í sjálfboðavinnu, fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum

Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti.

United ekki í vandræðum með Everton

Manchester United og Everton mættust á Old Trafford í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og var leiknum að ljúka nú rétt í þessu.

Neville: United ekki að spila vel

Mörk á lokamínútum leikja laga úrslitin og fela slæmar frammistöður Manchester United, segir Gary Neville, fyrrum leikmaður United og sérfræðingur Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×