Erlent

Kallar eftir umbótum á Sameinuðu þjóðunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nýtti sína fyrstu ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í að kalla eftir umbótum á stofnuninni. Hann sagði nauðsynlegt að draga úr kostnaði og skriffinnsku og skilgreina þyrfti markmið Sameinuðu þjóðanna betur. Þá hét forsetinn því að Bandaríkin myndu vinna með Sameinuðu þjóðunum að því að byggja upp frið í heiminum.

Trump hvatti aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna til að kalla einnig eftir breytingum og biðlaði hann einnig til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Frá því að Trump tók við völdum hafa Sameinuðu þjóðirnar þegar skorið niður um rúmlega 500 milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Trump hrósaði stofnuninni fyrir þær aðgerðir. Guterres er þó hlynntur því að gera frekari breytingar á Sameinuðu þjóðunum og þá sérstaklega að draga úr skriffinnsku.



„Einhver sem væri að reyna að grafa undan Sameinuðu þjóðunum hefði ekki getað komið með betri leið til þess en setja okkur þær reglur sem við höfum sjálf gert,“ sagði Guterres.

Fundurinn í dag var að um mögulegar umbætur á Sameinuðu þjóðunum en Trump mun halda ræðu fyrir framan fulltrúa allra aðildarríkjanna á allsherjarþinginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×