Innlent

Of stór biti fyrir Minjastofnun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Listgluggarnir.
Listgluggarnir. vísir/vilhelm
Minjastofnun Íslands hafnaði umsókn Þjóðkirkjunnar um 20 milljóna króna styrk vegna viðgerða á listgluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju.

Í bréfi þar sem synjunin er útskýrð kemur fram að stærsti einstaki styrkur Minjastofnunar á þessu ári sé 5 milljónir. Kosta muni 70 milljónir að gera við gluggana. Hins vegar sé nauðsyn „að bjarga frá eyðileggingu þeim miklu menningarverðmætum“ sem felist í listgluggunum. „Mikilvægi og stærðargráða verkefnisins krefst þess í raun að Alþingi eða ríkisstjórn samþykki sérstaka fjárveitingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×