Innlent

Inflúensan gerir vart við sig

Gissur Sigurðsson skrifar
Enn er of snemmt að fullyrða að inflúensufaraldur sé hafinn en nú þegar eru hafnar bólusetningar á sjúklingum og starfsmönnum Landspítalans.
Enn er of snemmt að fullyrða að inflúensufaraldur sé hafinn en nú þegar eru hafnar bólusetningar á sjúklingum og starfsmönnum Landspítalans. vísir/vilhelm
Inflúensa er farin að láta á sér kræla, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknis. Þar er vísað til upplýsinga frá sýkingavarnadeild og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þar sem fram kemur að inflúensa hafi greinst í tveimur erlendum ferðamönnum fyrr í mánuðinum.

Í vikunni sem leið greindust svo tvö tilfelli hjá tveimur sjúklingum sem lágu á sömu stofu á Landspítalanum og nú um helgina greindust svo tveir til viðbótar, annar þeirra var barn.

Þrátt fyrir þetta segir að enn sé of snemt að fullyrða að inflúensufaraldur sé hafinn, en nú þegar eru hafnar bólusetningar á sjúklingum og starfsmönnum Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×