Skoðun

27.364 Íslendingar undirrita áskorun til forseta um sakaruppgjöf

Svanur Kristjánsson skrifar
Í september 1952 gekk Guðmundur Thoroddsen, prófessor við Háskóla Íslands, á fund forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, og afhenti áskorun um sakaruppgjöf til handa þeim tuttugu mönnum sem Hæstiréttur dæmdi til refsinga vegna atburðanna 30. mars 1949. Vísað var til 29. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins:

„Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“

Forsetinn veitti áskoruninni viðtöku og „hafði góð orð um, að það yrði tekið í ríkisráði“. Öll þessi mál eru viðfangsefni í merkri B.A. ritgerð Þorbjargar Ásgeirsdóttur í sagnfræði við H.Í: „Pólitískt réttlæti og andóf – Réttarhöldin vegna óeirðanna 30. mars 1949.“

Um langt árabil héldu ýmsir lagaprófessorar við Háskóla því fram að forseti Íslands hefði ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að neita að samþykkja lagafrumvörp og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er sagt á opinberum vettvangi að forsetinn geti ekki neitað að samþykkja tillögu dómsmálaráðherra um náðun og uppgjöf saka. Jafnvel að hægt sé að lögsækja forseta lýðveldisins undirriti hann ekki slíka tillögu! Hvort tveggja stangast á við skýr ákvæði stjórnarskrár og söguleg fordæmi um virkt vald forseta Íslands.

Kenningarnar um valdleysi forseta Íslands eru nefnilega fyrst og fremst hugarburður, jafnvel óskhyggja byggð á lélegri fræðimennsku.

 

Höfundur er prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×