Innlent

150 tillögur um það sem mætti betur fara í utanríkisþjónustunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðlaugur Þór kallaði starfsmenn ráðuneytisins saman á allsherjarfund í vor.
Guðlaugur Þór kallaði starfsmenn ráðuneytisins saman á allsherjarfund í vor. Vísir/E.Ól/Vilhelm
Stýrihópur utanríkisráðuneytins sem fékk það verkefni að fara í saumana á skipulagi og starfsemi utanríkisþjónustunnar hefur skilað inn tillögum sínum um það sem bætur mætti fara í utanríkisþjónustunni. Alls leggur stýrihópurinn til 151 tillögu svo bæta megi og efla starfsemi utanríkisráðuneytisins.

Ítarleg skýrsla stýrihópsins var kynnt í húsnæði Sjávarklasans nú klukkan fjögur en stýrihópurinn var skipaður í mars síðastliðnum eftir að öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar var boðað til fundar í ráðuneytinu. Þar sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að nauðsynlegt væri að rýna í hvernig bæta mætti verklag og nýtingu fjárafls og mannauðs í ráðuneytinu.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan auk þess að sjá má myndband af kynningu skýrslunnar.

Dæmi um tillögur að því sem betur mætti fara eða efla í utanríkisþjónustunni.
Skýrslan sem kynnt var í dag og nefnist Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi er afrakstur sex mánaða vinnu. Leitast var við að horfa fimm ár fram í tímann og áherslan lögð á gera raunhæfar tillögur um hvernig hægt væri að forgangsraða í starfsemi.

Í skýrslunni segir að ekki hafi verið gerð úttekt á störfum utanríkisþjónustunnar frá árinu 1998 og er sú úttekt sem nú hefur verið gerð sú umfangsmesta til þessa.

Alls eru tillögur stýrihópsins í átján hlutum og fjalla um allt frá bættri starfsaðstöðu í utanríkisráðuneytinu til þess hvernig megi leggja aukna áherslu á fríverslun og nýtingu útflutningstækifæra, svo dæmi séu nefnd.

„Hagsmunagæsla verður að vera rauði þráðurinn í störfum utanríkisþjónustunnar bæði hér heima og erlendis. Hagsmunagæsla er í mörgum myndum en á hverjum degi skapar atvinnulífið og fyrirtækin í landinu útflutningstekjur sem er kjölfesta efnahagslífsins hér á landi. Utanríkisþjónustan á að opna dyr og afla nýrra markaða, í samvinnu og samráði við atvinnulífið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×