Stefán Karl stefnir á uppistand: „Ég hef engu að tapa, ég veit ekkert hvað ég á langt eftir“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. september 2017 12:54 Stefán Karl Stefánsson talaði opinskátt um veikindi sín í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun og ljóst er að hann hefur ákveðið að hafa húmor fyrir þeim. Steinunn Ólína Leikarinn Stefán Karl Stefánsson segist stefna á að byrja með uppistand. Hann hefur mikinn húmor fyrir veikindum sínum og segir að fólk fái ekki endurgreitt á uppistandið fari svo að ekkert verði af sýningunni. Fólk fái í staðinn betra sæti í jarðarförinni. „Ef ég skýt upp á bak hér í dag þá skil ég það bara eftir þannig. Þá verður mín bara minnst þannig,“ sagði Stefán Karl þegar hann mætti í viðtal til Loga og Rúnars Freys í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist aðspurður, vilja frekar gera grín að veikindum sínum heldur en að velta sér upp úr þeim. Já er eitthvað annað að gera? Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu bara. Þetta er bara eins og sagt er „þú tekur úr uppþvottavélinni í dag“ maður bara gerir það. Þú getur grenjað yfir því eða þú getur bara gert það.Þú leyfir þér að gera stundum óviðeigandi grín að veikindunum „Já mjög. En til þess er þetta helvítis grín,“ segir Stefán Karl. Hann segir mörkin vera orðin sífellt erfiðari, fólk sé orðið viðkvæmara fyrir hvað megi grínast með.Stefán Karl leikur nú í uppfærslunni Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu ásamt vini sínum Hilmi Snæ GuðnasyniSteinunn ÓlínaLífið er núna „Nú er verið að stofna öll þessi félög. Félög um líkamsvirðingu og eitthvað, nú má Bylgjan til dæmis ekki spila of feit fyrir mig þá er hringt inn og kvartað. Á þá ekki að spila fyrir fatlaða „Þegar Tumi fer á fætur?“ Hvar á að draga mörkin? Við erum orðin geðveik í höfðinu um hvað megi segja og hvað megi ekki segja.“ Hann segir að Íslendingar séu að mörgu leyti teprur. „Ástæðan fyrir þessu er að við erum alltaf að tala saman og við erum að opna umræðuna. Hún er alltaf að opnast meira og meira og við erum bara að læra inn á þetta. Ég stend bara frammi fyrir því að ég veit ekkert hvað ég á langt eftir. Ég mun ekki sjá barnabörnin ég held að það sé alveg klárt. Auðvitað er það sárt, það er sárt að horfa framan í börnin sín og átta sig á því að maður á ekki langt eftir. En ég ætla ekki að eyða tímanum sem ég á eftir hérna í að fara að væla yfir því. Það er alveg á hreinu og ég segi lífið er núna.“Markmiðið með gríni ekki að móðga eða særa Hann segir að ef að fólki finnist hann ganga fram af sér ætti það að senda sér línu. „Markmiðið með gríni er aldrei að særa eða móðga og ef þú móðgar einhvern og ef einhver er móðgaður eða sár þá skrifarðu bara og segir „þú særðir mig“ og þá segi ég fyrirgefðu. Það er ekki meiningin ég ætlaði bara að vera fyndinn.“ Svo er fólk að móðgast fyrir hönd annarra líka.„Já það er alveg rétt, það er mjög vinsælt. Það er fullt af samtökum um svoleiðis þar sem verið er að móðgast fyrir hönd þeirra sem eru ekkert móðgaðir. Femínistar eru kannski frægasta dæmið. Róttækir femínistar eins og Hildur Lil sem eru að móðgast fyrir hönd annarra en eru svo kannski nauðgandi með tjaldhæl einhvers staðar sjálf. Þá kemur maður bara fram og segir fyrirgefðu, ég fór of langt. Þá er það bara búið. En leyfið mér bara að hafa þetta eins og ég vil hafa það. Þú hefur þetta eins og þú vilt hafa það svo hittumst við og ræðum málin. Er það eitthvað vesen? Það er ekkert vesen. Reynum bara að vera kurteis og góð hvert við annað,“ segir Stefán. „Og af því að ég minntist á Hildi Lilliendahl hérna. Ég vona að ég hafi ekki móðgað hana. Hún er búin að koma fram og biðjast afsökunar á framferði sínu og þá er það bara búið. Fyrir mér var það bara búið þar.“Ótímabærar samúðarkveðjur Stefán glímir við gallgangakrabbamein, sjaldgæfan og lítt rannsakaðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn er langt genginn, á fjórða stigi og eru lífslíkur hans verulega skertar. Hann og eignkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ákváðu að tala opinskátt um veikindi hans eftir að Steinunni bárust samúðarkveðjur vegna fráfalls Stefáns þegar hann hafði verið fluttur á spítala.Stefán Karl og Steinunn Ólína ákváðu að tala opinskátt um veikindi Stefáns.Vísir/Valli „Ég allt í einu áttaði mig á að það væru aðeins fleiri sem vita hvað ég heiti en svona normal manneskja. Við ættum kannski að gera smá yfirlýsingu. Þá byrjaði að rigna inn stuðning og þaðan byrjaði þetta að ég fór að tala svona mikið um þetta,“ segir hann. En af því að við erum að tala um grín og svona þá er það sem ég ætla að fara að gera. Það er að gera stand-up. Ari Eldjárn er að aðstoða mig að setja þetta saman því hann er náttúrulega okkar snillingur í því. Þetta verður eftir jól vonandi, við ætlum að gera einhverjar tilraunasýningar fyrir jól en það fjallar ekkert bara um krabbamein. Ætla bara að gera grín að pakkanum.En hvernig er með endurgreiðslu á miðum og svona? „Já ef það verður ekkert af þessu? Það stendur stórum stöfum að það verður ekki endurgreitt en menn fá betri sæti í jarðarförinni og menn fá að fara tvisvar í flatkökurnar í erfidrykkjunni.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Stefán Karl í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkdómur Stefáns Karls langt genginn Fjórtán daga spítalavist Stefáns Karls er nú lokið en fyrr í mánuðinum voru fjarlægð þrjú meinvörp úr lifur. Í kjölfarið fékk Stefán Karl sýkingu sem lengdi spítalavistina um viku. 21. júní 2017 20:27 Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07 Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01 Ný meinvörp fundust í lifur Stefáns Læknar telja að mögulegt sé að fjarlægja þau. 20. maí 2017 08:53 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson segist stefna á að byrja með uppistand. Hann hefur mikinn húmor fyrir veikindum sínum og segir að fólk fái ekki endurgreitt á uppistandið fari svo að ekkert verði af sýningunni. Fólk fái í staðinn betra sæti í jarðarförinni. „Ef ég skýt upp á bak hér í dag þá skil ég það bara eftir þannig. Þá verður mín bara minnst þannig,“ sagði Stefán Karl þegar hann mætti í viðtal til Loga og Rúnars Freys í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist aðspurður, vilja frekar gera grín að veikindum sínum heldur en að velta sér upp úr þeim. Já er eitthvað annað að gera? Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu bara. Þetta er bara eins og sagt er „þú tekur úr uppþvottavélinni í dag“ maður bara gerir það. Þú getur grenjað yfir því eða þú getur bara gert það.Þú leyfir þér að gera stundum óviðeigandi grín að veikindunum „Já mjög. En til þess er þetta helvítis grín,“ segir Stefán Karl. Hann segir mörkin vera orðin sífellt erfiðari, fólk sé orðið viðkvæmara fyrir hvað megi grínast með.Stefán Karl leikur nú í uppfærslunni Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu ásamt vini sínum Hilmi Snæ GuðnasyniSteinunn ÓlínaLífið er núna „Nú er verið að stofna öll þessi félög. Félög um líkamsvirðingu og eitthvað, nú má Bylgjan til dæmis ekki spila of feit fyrir mig þá er hringt inn og kvartað. Á þá ekki að spila fyrir fatlaða „Þegar Tumi fer á fætur?“ Hvar á að draga mörkin? Við erum orðin geðveik í höfðinu um hvað megi segja og hvað megi ekki segja.“ Hann segir að Íslendingar séu að mörgu leyti teprur. „Ástæðan fyrir þessu er að við erum alltaf að tala saman og við erum að opna umræðuna. Hún er alltaf að opnast meira og meira og við erum bara að læra inn á þetta. Ég stend bara frammi fyrir því að ég veit ekkert hvað ég á langt eftir. Ég mun ekki sjá barnabörnin ég held að það sé alveg klárt. Auðvitað er það sárt, það er sárt að horfa framan í börnin sín og átta sig á því að maður á ekki langt eftir. En ég ætla ekki að eyða tímanum sem ég á eftir hérna í að fara að væla yfir því. Það er alveg á hreinu og ég segi lífið er núna.“Markmiðið með gríni ekki að móðga eða særa Hann segir að ef að fólki finnist hann ganga fram af sér ætti það að senda sér línu. „Markmiðið með gríni er aldrei að særa eða móðga og ef þú móðgar einhvern og ef einhver er móðgaður eða sár þá skrifarðu bara og segir „þú særðir mig“ og þá segi ég fyrirgefðu. Það er ekki meiningin ég ætlaði bara að vera fyndinn.“ Svo er fólk að móðgast fyrir hönd annarra líka.„Já það er alveg rétt, það er mjög vinsælt. Það er fullt af samtökum um svoleiðis þar sem verið er að móðgast fyrir hönd þeirra sem eru ekkert móðgaðir. Femínistar eru kannski frægasta dæmið. Róttækir femínistar eins og Hildur Lil sem eru að móðgast fyrir hönd annarra en eru svo kannski nauðgandi með tjaldhæl einhvers staðar sjálf. Þá kemur maður bara fram og segir fyrirgefðu, ég fór of langt. Þá er það bara búið. En leyfið mér bara að hafa þetta eins og ég vil hafa það. Þú hefur þetta eins og þú vilt hafa það svo hittumst við og ræðum málin. Er það eitthvað vesen? Það er ekkert vesen. Reynum bara að vera kurteis og góð hvert við annað,“ segir Stefán. „Og af því að ég minntist á Hildi Lilliendahl hérna. Ég vona að ég hafi ekki móðgað hana. Hún er búin að koma fram og biðjast afsökunar á framferði sínu og þá er það bara búið. Fyrir mér var það bara búið þar.“Ótímabærar samúðarkveðjur Stefán glímir við gallgangakrabbamein, sjaldgæfan og lítt rannsakaðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn er langt genginn, á fjórða stigi og eru lífslíkur hans verulega skertar. Hann og eignkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ákváðu að tala opinskátt um veikindi hans eftir að Steinunni bárust samúðarkveðjur vegna fráfalls Stefáns þegar hann hafði verið fluttur á spítala.Stefán Karl og Steinunn Ólína ákváðu að tala opinskátt um veikindi Stefáns.Vísir/Valli „Ég allt í einu áttaði mig á að það væru aðeins fleiri sem vita hvað ég heiti en svona normal manneskja. Við ættum kannski að gera smá yfirlýsingu. Þá byrjaði að rigna inn stuðning og þaðan byrjaði þetta að ég fór að tala svona mikið um þetta,“ segir hann. En af því að við erum að tala um grín og svona þá er það sem ég ætla að fara að gera. Það er að gera stand-up. Ari Eldjárn er að aðstoða mig að setja þetta saman því hann er náttúrulega okkar snillingur í því. Þetta verður eftir jól vonandi, við ætlum að gera einhverjar tilraunasýningar fyrir jól en það fjallar ekkert bara um krabbamein. Ætla bara að gera grín að pakkanum.En hvernig er með endurgreiðslu á miðum og svona? „Já ef það verður ekkert af þessu? Það stendur stórum stöfum að það verður ekki endurgreitt en menn fá betri sæti í jarðarförinni og menn fá að fara tvisvar í flatkökurnar í erfidrykkjunni.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Stefán Karl í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkdómur Stefáns Karls langt genginn Fjórtán daga spítalavist Stefáns Karls er nú lokið en fyrr í mánuðinum voru fjarlægð þrjú meinvörp úr lifur. Í kjölfarið fékk Stefán Karl sýkingu sem lengdi spítalavistina um viku. 21. júní 2017 20:27 Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07 Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01 Ný meinvörp fundust í lifur Stefáns Læknar telja að mögulegt sé að fjarlægja þau. 20. maí 2017 08:53 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sjúkdómur Stefáns Karls langt genginn Fjórtán daga spítalavist Stefáns Karls er nú lokið en fyrr í mánuðinum voru fjarlægð þrjú meinvörp úr lifur. Í kjölfarið fékk Stefán Karl sýkingu sem lengdi spítalavistina um viku. 21. júní 2017 20:27
Stefán Karl stígur á leiksvið á ný: „Ég er með sviðsræpu og verð að komast á svið“ Stefán Karl og Hilmir Snær æfa nú Með fulla vasa af grjóti. Fyrsta sýning í lok mánaðarins. 8. ágúst 2017 13:07
Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Stefán Karl Stefánsson segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi í gegnum veikindin. 25. apríl 2017 11:01
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“