Fótbolti

Bláa lestin frá Helsinki til Tampere

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það er eflaust mikið fjör í hópnum í Finnlandi í dag.
Það er eflaust mikið fjör í hópnum í Finnlandi í dag. Vísir/Ernir
Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. Þeir flykkjast nú frá Helsinki til Tampere í Finnlandi til að fylgjast með fótboltalandsliðinu keppa gegn heimamönnum í undankeppni HM 2018. Fyrr í dag tapaði körfuboltalandsliðið fyrir Póllandi á Eurobasket.

Það er ljóst að stemningin hefur verið góð hjá stuðningsmönnum sem þurftu að sitja í tvo klukkutíma í lest til að ná til Tampere í tæka tíð. Flestir munu svo snúa aftur til Helsinki í kvöld.

Ernir Eyjólfsson ljósmyndari fréttastofu var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum af stuðningsmönnum strákanna okkar.

Vísir/Ernir
Er verið að æfa hópsönginn? Hver veitVísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×