Körfubolti

Haukur: Það er fyndið að heyra þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/FIBA
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum á EM í Helsinki með 30 stiga mun og eftir tapið á móti Póllandi fengu strákanir á sig talsverða gagnrýni. Meðal annars voru þeir sakaðir um að sýna andleysi. Sú umræða hefur ekki farið alltof vel í okkar menn.

„Ég held að það sé aldrei hægt að segja að við séum andlausir eða berjumst ekki. Það er kannski hægt að segja að hitt liðið var bara betra,“ segir Haukur.

„Við hittum ekki neitt og vorum bara lélegir í þessum leik á móti Pólverjum en ég held að það sé seint hægt að segja að við höfum verið andlausir eða eitthvað þannig,“ segir Haukur.

„Þetta eru bara skoðanir annarra en við vitum alveg hvað við erum að gera. Ég held að fólkið, sem er hérna úti, sjái það alveg að við erum alveg að berjast fram á ystu nöf,“ segir Haukur.

„Það er fyndið að heyra þetta útaf því öll liðin sem við höfum spilað á móti eru að segja að hvað við erum grimmir og baráttuglaðir. Það fer á móti það sem hinir segja. Það er bara þannig og fylgir þessu,“ segir Haukur.

„Við hittum bara ekki neitt í pólska leiknum og það hefur kannski gefið ranga sýn á baráttuna okkar. Við hittum ekki neitt og vorum bara lélegir. Það var bara þannig,“ segir Haukur.


Tengdar fréttir

Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands

Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason.

Haukur: Við fundum okkur svolítið sjálfir

Það var gott hljóðið í Hauk Helga Pálssyni eftir æfingu íslenska körfuboltalandsliðsins í gær en liðið var þá að undirbúa sig fyrir leik á móti Slóvenum á EM í Helsinki sem fram fer í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×