Viðskipti erlent

Nordea-bankinn flytur höfuðstöðvarnar frá Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Casper von Koskull, bankastjóri Nordea-bankans.
Casper von Koskull, bankastjóri Nordea-bankans. Vísir/AFP

Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis.

Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands.

Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum.

Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans.

Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,86
21
844.436
REGINN
1,22
8
198.324
SIMINN
0,46
7
145.341
GRND
0,33
1
2.490

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-4,53
3
148.090
EIM
-2,77
4
69.727
EIK
-1,9
10
239.947
ORIGO
-1,61
1
16.827
TM
-1,27
2
10.485