Enski boltinn

Arsenal var nálægt því að klófesta Mbappe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kylian Mbappe er kominn til PSG.
Kylian Mbappe er kominn til PSG. Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi verið nálægt því að fá Kylian Mbappe til félagsins í fyrra, áður en hann sló í gegn með Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.

Mbappe skoraði 26 mörk fyrir Monaco á síðasta tímabili er liðið varð franskur meistari. Hann var á dögunum lánaður til PSG í frönsku höfuðborginni sem mun svo kaupa hann næsta sumar fyrir 180 milljónir evra, jafnvirði tæpra 23 milljarða króna.

„Við vorum að vinna í þessu á síðasta ári,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal gegn Bournemouth um helgina. „Hann var nálægt því að semja við okkur. Það voru meiri líkur á því í fyrra en í ár þar sem að samkeppnin var minni.“

Wenger reyndi einnig að sannfæra Mbappe um að semja við Arsenal í sumar, áður en hann gekk í raðir PSG.

„Hann er í hópi 10 prósent leikmanna sem geta valið sér hvert þeir fara. Hann hefði getað farið til Real Madrid, Arsenal, Manchester United og átt frábæran feril. Hann er ótrúlegur knattspyrnumaður.“


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.

Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×