Viðskipti erlent

Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum

Atli Ísleifsson skrifar
Equifax segir innbrotið hafa átt sér einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár.
Equifax segir innbrotið hafa átt sér einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár. Vísir/Getty

Upplýsingar 143 milljóna bandarískra viðskiptavina ráðgjafafyrirtækisins Equifax komust í hendur tölvuhakkara eftir að þeir náðu að brjótast í gegnum netvarnir fyrirtækisins.

Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í tilkynningu frá Equifax sem segir tölvuhakkarana hafa komist yfir kennitölur, fæðingardaga og heimilisföng viðskiptavina.

BBC segir að upplýsingar breskra og kanadískra viðskiptavina hafa einnig fallið í hendur tölvuhakkaranna.

Equifax veitir mat á lánshæfi einstaklinga en fyrirtækið segir tölvuhakkarana ekki hafa komist yfir lánshæfismötin..

Fyrirtækið segir innbrotið hafa átt sér stað einhvern tímann frá miðjum maí til júlí í ár. Hakkararnir eru sagðir hafa komist yfir kreditkortanúmer 209 þúsund viðskiptavina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836