Handbolti

Hásinin slitin hjá Karen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Vísir/Stefán
Karen Knútsdóttir spilar ekki meira með Fram á þessu ári en hún sleit hásin í leik liðsins gegn Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í fyrrakvöld.

Karen sagði við Vísi í gær að hásin væri rifin en nú hefur komið í ljós að meiðslin eru verri en í fyrstu var talið. Hún sagði í samtali við mbl.is í dag að hún væri á leið í aðgerð eftir hádegi.

„Úr því sem komið var er ég sátt við að fara í aðgerð og fara í gifs,“ sagði Karen sem segist vonast til að vera komin aftur af stað snemma á næsta ári.

Karen er nýkomin aftur til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi.

Fram vann Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ og var svo í gær spáð Íslandsmeistaratitlinum.


Tengdar fréttir

ÍBV og Fram spáð titlinum

Fram verður Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð en Eyjamenn hreppa hnossið í ár, samkvæmt spá fyrirliða og forráðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×