Golf

Ólafía lék fyrstu 9 í dag á einu höggi undir pari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 7.-10. sæti á Indy Women mótinu í golfi þegar hún hefur lokið 9 holum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía spilaði hringinn í gær á 5 höggum undir pari, en hún er komin 6 höggum undir parið eftir að leika fyrstu níu holurnar í dag á einu höggi undir pari.

Dagurinn byrjaði ekki vel fyrir Ólafíu, en hún fékk skolla strax á fyrstu holu. Næstu fimm holur fór hún svo á pari áður en hún náði sér í skolla á 7. holu. Ólafía lék fyrir pari á áttundu holu en fékk svo annan fugl dagsins á þeirri níundu.

Niðurskurðarlínan er eins og er við eitt högg undir pari, svo því ætti Ólafía að komast áfram í mótinu, nema mjög illa fari á seinni helmingi hringsins.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Marissa Steen í efsta sætinu á 10 höggum undir pari. Lexi Thompson, sem var í forystu eftir fyrsta hringinn í gær á 9 höggum undir pari, hefur ekki hafið leik.

Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 19:00.


Tengdar fréttir

Ólafía hefur leik í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á mikilvægu móti á LPGA-mótaröðinni í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira