Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 09:30 Pavel Ermolinskij á æfingu íslenska liðsins út í Helsinki. Vísir/ÓskarÓ Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira