Lífið

Sjónvarpspörin sem þoldu ekki hvort annað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það elskar allir þessi pör.
Það elskar allir þessi pör.
Sjónvarpspör eru oft í huga fólks raunveruleg pör og mynda aðdáendur sjónvarpsþátta oft á tíðum sterkt tilfinningasamband við þau.

Þetta eru eftir allt saman bara leikarar sem fara með ákveðin hlutverk. Eins og allir þekkja þá á maður ekki samleið með öllum.

Á vefsíðu Buisness Insider er búið að taka saman 15 dæmi þar sem leikararnir á bak við pörin náðu í raun ekki saman setti, og voru ekkert sérstakir vinir þegar þættirnir voru í framleiðslu.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin dæmi en listinn í heild sinni er hér.

Mulder og Scully

Mulder og Scully voru teymi í spennuþáttunum The X-Files en þættirnir hófu göngu sína árið 1993. David Duchovny og Gillian Anderson eru aðalleikararnir í þáttunum og þurftu þau tvö að starfa náið saman í mörg ár.

Báðir leikarar hafa tjáð sig opinberlega um það að þau gjörsamlega þoldu ekki hvort annað til byrja með og gátu í raun ekki verið í sama herberginu.

Mulder og Scully hafa ekki alltaf náð saman.
Ross og Rachel

Í tíu ár léku David Schwimmer og Jennifer Aniston Ross og Rachel í Friends og voru þau lengi vel par í þáttunum. Um er að ræða eitt allra vinsælasta sjónvarpspar sögunnar. 

Þættirnir voru á dagskrá á árunum 1994-2004. Schwimmer og Aniston gátu alveg talað saman á setti en í raun eru þau ekkert sérstaklega góðir vinir. Aniston bauð til að mynda Schwimmer ekki í brúðkaupið sitt og er vinasamband þeirra svo gott sem ekkert. 

Það elska allir Ross og Rachel.
Penny og Leonard

Penny og Leonard úr The Big Bang Theory voru par í þáttunum og einnig í raun og veru en leikararnir Kaley Cuoco og Johnny Galecki voru par í töluverðan tíma.

Sambandið fór aftur á móti illa og eru þau því í dag ekki góðir vinir þegar þau leika á móti hvort öðru á skjánum.

Penny og Leonard eru upphaldssjónvarpspar margra.
Jackie og Kelso úr That 70's Show

Ashton Kutcher og Mila Kunis léku Jackie og Kelso í vinsælu gamanþáttunum That 70's Show. Þau voru par í þáttunum og þau þoldu hreinleg ekki hvort annað þegar þættirnir voru í framleiðslu. Kunis var aðeins 15 ára og Kutcher 21 árs þegar þættirnir hófu göngu sína.

Í dag eru þau reyndar hamingjusamlega gift og því fór þetta allt saman vel að lokum.

Aston Kutcher og Mila Kunis eru í dag hjón.
Ryan og Marissa úr The OC

Unglingaþátturinn The OC nutu gríðarlegrar vinsælda á sínum tíma og lék Ben McKenzie Ryan og Mischa Barton Marissa.

Þau voru par í þáttunum en þau náðu illa saman á setti. Lífstíll Mischa Barton hefur í gegnum tíðina verið mjög slæmur og McKenzie átti því ekki samleið með henni í framleiðsluferlinu.

Ryan og Marissa voru eitt sinn par á skjánum.
Luke og Lorelai úr Gilmore Girls

Það kann að koma mörgum á óvart að leikararnir sem léku parið Luke og Lorelai í Gilmore Girls eru í raun ekki vinir.

Lauren Graham lék Lorelai Gilmore og Scott Patterson fór með hlutverk Luke. Patterson var eitt sinn spurður hvort þau væru vinir í raun og veru og var svarið heldur betur stutt: „Nei“.

Luke og Lorelai.
Brooke og Lucas úr One Tree Hill

Brooke og Lucas voru par í unglingaþáttunum vinsælu One Tree Hill. Sophia Bush fór með hlutverk Brooke og Chad Michael Murray lék Lucas.

Leikararnir byrjuðu saman árið 2005 og giftu sig síðan árið eftir. Bush fór síðan fram á það að láta ógilda hjónabandið árið 2006 og skildu þau því í illu. Það var því mjög þungt andrúmsloftið þegar þau voru saman í herbergi næstu árin í þáttunum.

Brooke og Lucas voru vinsælt par.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×