Lífið

Fólk er fífl með Botnleðju endurútgefin á vínyl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Platan kom út árið 1996.
Platan kom út árið 1996.
Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja gaf út aðra breiðskífu sína árið 1996 og bar hún titil sem fór fyrir brjóstið hjá sumu fólki. Fólk er fífl var líkt og hljómsveitin eins og ferskur andvari fyrir íslenskt tónlistarlíf þegar hún kom út á vegum R&R Músík.  

Í ár eru 21 ár frá útgáfu plötunnar og mun Record Records endurútgefa þessa plötu á hinu forláta vínilformi.  

Botnleðja er skipuð þeim Haraldi Frey Gíslasyni, Heiðari Erni Kristjánssyni og Ragnari Pál Steinssyni.   

Þríeykið sigraði Músíktilraunir árið 1995 og sendi strax í kjölfarið sína fyrstu breiðskífu, Drullumall, sem innihélt hvern smellinn af fætur öðrum. Þeir vöktu mikla athygli fyrir hrá, hröð og grípandi lög sín og flutningur þeirra og nálgun var fersk og óbeisluð. 

Fólk er fífl kemur út næstkomandi föstudag, 1. september, og verður fáanleg í öllum verslunum sem selja vínilplötur.

LAGALISTI

1. Ég vil allt

2. Höfuðfætlan

3. Hausverkun

4. Svuntuþeysir

5. Botnleðja

6. Pöddur

7. Það eru allir dagar eins í sveitinni

8. Étum alla

9. Gervimaðurinn bílífi

10. Hvernig væri nú aðeins!

11. Keyrðu á hausnum á þér elskan

12. Réttur dagsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×