Enski boltinn

Klopp: Ég hef fylgst lengi með Chamberlain

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp hefur fylgst lengi vel með nýjasta leikmanni sínum.
Jurgen Klopp hefur fylgst lengi vel með nýjasta leikmanni sínum. Vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera hæstánægður með að hafa náð að krækja í Alex Oxlade-Chamberlain á lokadegi félagsskiptagluggans og enda hafi hann fylgst með honum lengi.

„Ég er mjög, mjög ánægður með að Alex hafi skrifað undir hjá okkur. Síðan við spiluðum við Arsenal á sunnudaginn þá hef ég beðið spenntur eftir því að fá hann til félagsins og þegar ég frétti af þessi var ég hæstánægður," sagði Klopp

„Ég man eftir því þegar ég sá hann spila fyrst en það var gegn Dortmund árið 2014. Hann kom inná sem varamaður á þeim degi og hafði mikil áhrif á leikinn. Hann stóð uppúr vegna tækni, hraða og þroska hans í svona stórum leik."

„Hann byrjaði seinni leikinn og spilaði mjög vel. Síðan þá hef fylgst með honum og þegar ég heyrði af möguleikanum á því að kaupa hann þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um."

Alex Oxlade-Chamberlain eru þriðju kaup Liverpool í sumar en þó er talið að liðið muni bæta við sig einum, ef ekki tveimur leikmönnum til viðbótar í kvöld og er Virgil Van Dijk talinn líklegur að ganga til liðs við félagið.


Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×