Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2017 21:21 Rúður eru mölbrotnar við inngang í komusalinn í flugstöðinni. Vísir/Jói K Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01