Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Benedikt Bóas skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Mósan frá Skeggsstöðum er fædd 2014, og er því þriggja vetra, undan Össu frá Stafafelli og Trymbli frá Stóra-Ási. Hér er Mósan ásamt systurdóttur Guðrúnar, Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. Mynd/Kolbrún Hrafnsdóttir Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, FEIF, mega hross ekki heita hvað sem er. Tveggja manna nefnd leggur blessun sína yfir hvað hreinræktuð hross fá að heita og eru skráð í gagnabankann WorldFeng. Nafninu Mósan var hafnað því að nöfn með greini brjóti í bága við íslenska nafnahefð og því að sérnöfn eru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Nafnið Hrymjandi var samþykkt sem og Ævör á sama fundi. Eftir stendur þriggja vetra Mósan, sem fær ekki að heita sínu nafni og er Guðrún ósátt við að nefndin hafi unnið eftir nýju reglunum, þó þau hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað málið og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að verið sé að skoða á hvaða lagagrunni þessi hópur telji sér heimilt að neita fólki um að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. Guðrún segir að Mósan sé dásamleg meri þó það sé ekki komin reynsla á hana enda aðeins þriggja vetra. Hún segir nafnið koma til eftir samtal við hana úti í haga. „Ég var að tala við hana, hvað segir Mósan mín og það festist bara. Það er oft skýrt með greini. Álfurinn, Prinsinn og fleira. Það eru hestar, en þetta er hryssa, kannski er einhver mismunun,“ spyr hún. „Ég veit að það er til merin Fléttan til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent innanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Þar hefur hún verið í fimm mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira