Hildur Björg spilar á Spáni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 12:30 Hildur Björg Kjartansdóttir, til vinstri, með Berglindi Gunnarsdóttur í landsliðsverkefni í sumar. Mynd/Instagram Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT Körfubolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT
Körfubolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira