Hildur Björg spilar á Spáni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 12:30 Hildur Björg Kjartansdóttir, til vinstri, með Berglindi Gunnarsdóttur í landsliðsverkefni í sumar. Mynd/Instagram Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT
Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira