Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 10:45 Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. Vísir/Stefán Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Vara við súkkulaðirúsínum Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Vara við súkkulaðirúsínum Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent