Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að mikil eftirvænting ríki fyrir komu rafmagnsvagnanna. Mynd/Aðsend „Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira