Lífið

Russell Brand og Laura Gallacher gengin í það heilaga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Parið trúlofaði sig árið 2016 en Russell Brand segir að Laura og barnið séu honum allt og líf sitt snúist nú fyrst og fremst um þau.
Parið trúlofaði sig árið 2016 en Russell Brand segir að Laura og barnið séu honum allt og líf sitt snúist nú fyrst og fremst um þau. Vísir.is/getty
Grínistinn Russell Brand og Laura Gallacher eru gengin í það heilaga. Athöfnin fór fram á bátnum New Orleans í ánni Thames og á Brand að hafa snyrt á sér nasahárin sérstaklega fyrir tilefnið. Parið hefur verið í sundur og saman í nokkur ár þar til þau trúlofuðu sig árið 2016 og hófu sambúð. Saman eiga þau barnið Mabel. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

„Ég er ráðsettur maður og einbeiti mér nú að heimilis-og fjölskyldulífinu,“ segir Russell Brand í samtali við hlaðvarpsþáttinn Radio X.

Á meðal gesta í brúðkaupinu voru söngvarinn Noel Gallagher, grínistinn David Baddiel, þáttastjórnandinn Jonathan Ross og leikarinn Jason Segel.

Russell giftist söngkonunni Katy Perry árið 2010 en hjónabandið reyndist skammlíft.

Þau Laura og Russell eru búin að þekkjast í langan tíma en Laura starfar innan veitingageirans og segist hún vera mikill matgæðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×