Lífið

Taylor Swift slær met með nýju lagi

Skjáskot úr nýju myndbandi Taylor Swift við lagið Look What You Made Me Do.
Skjáskot úr nýju myndbandi Taylor Swift við lagið Look What You Made Me Do. Vísir
Söngkonan Taylor Swift er nú þegar komin í sögubækurnar vegna lagsins Look What You Made Me Do. Lagið var gefið út á fimmtudag og hefur því verið hlaðið niður 184 þúsund sinnum á iTunes og spilað meira en átta milljón sinnum á Spotify. Lagið var spilað meira en 19 milljón sinnum á Youtube fyrsta sólahringinn og er það nýtt met. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið spilað 35 milljón sinnum á Youtube.

Platan Reputation kemur út þann 10.nóvember næstkomandi. Áður en Swift tilkynnti það henti hún öllu út af sínum samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur hún aðeins birt myndir tengdar nýju plötunni.

Swift lét textamyndband fylgja laginu þegar hún gaf það út á fimmtudag en annað myndband við lagið verður frumsýnt á MTV MVA verðlaunahátíðinni í kvöld. Swift birti stutt brot úr myndbandinu á Instagram og var hún strax gagnrýnd fyrir að reyna að líkja eftir Lemonade stíl söngkonunnar Beyoncé.

Official #LWYMMDvideo world premiere. Sunday 8/27 at the @vmas.

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Joseph Kahn leikstjóri myndbandsins svaraði fyrir þessar ásakanir fyrr í dag. Hann sagði þar að fólk myndi skipta um skoðun eftir að sjá myndbandið í heild sinni. Kahn hefur sjálfur unnið með Beyoncé og fullyrti hann á Twitter að myndbandið væri ekki í hennar stíl.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×