Ungir karlmenn sem vilja deyja Ingólfur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 00:56 Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun