Lífið

Hamingjusömustu pörin sofa svona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi stelling er vænlegust til árangurs.
Þessi stelling er vænlegust til árangurs. Vísir/getty
Samkvæmt rannsókn eru pör nánari og hamingjusamari ef þau skeiða (e. spooning) þegar þau sofa. 

Rannsóknin var unnin í Háskólanum í Hertfordshire á Engandi árið 2014 og var rætt við þúsund einstaklinga

Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að pör sem sofa þétt hlið við hlið og snerta hvort annað alla nóttina eru hamingjusamari og nánari. 

94 prósent para sem sváfu þétt saman voru hamingjusöm. Aftur á móti voru aðeins 68% para hamingjusöm í sambandinu ef þau sofa hvort sínu megin í rúminu. 

„Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er í tengslum við svefnvenjur para,“ segir sálfræðiprófessorinn Richard Wiseman við Hertfordshire-háskólann. 

Rannsóknin var kynnt á alþjóðlegri vísindaráðstefnu í Edinborg í Skotlandi. Algengasta svefnfyrirkomulag para var að sofa bak í bak en 42 prósent þeirra sofa þannig. 

31 prósent þeirra sofa á sömu hliðinni og aðeins fjögur prósent paranna sváfu á móti hvort öðru.

Uppfært klukkan 23:43

Fjallað var um rannsóknina árið 2014 og er hún því ekki ný af nálinni eins og stóð í fyrstu útgáfu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×