Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandssjóða var 114 milljónir króna

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Íslandsbanki
Hagnaður Íslandssjóða eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins var 114 milljónir króna og jókst um 148 prósent miðað við sama tímabil í fyrra.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka, móðurfélags Íslandssjóða, segir að starfsmönnum sjóðsins hafi nýverið fjölgað úr fimmtán í nítján.

„Eignir í stýringu í sjóðum og sérgreindum eignasöfnum námu alls 203 milljörðum króna í lok tímabilsins, auk fagfjárfestasjóða og fjárfestingarfélaga í stýringu hjá Íslandssjóðum. Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var góð og nam ávöxtun þeirra samtals 4.250 milljónum króna á tímabilinu.

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2017

  • Hagnaður félagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2017 var 114 m.kr. samanborið við 46 m.kr. fyrir sama tímabil 2016 og hækkaði um tæp 148%.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 694 m.kr. samanborið við 567 m.kr. á sama tíma árið 2016 og hækkuðu um tæp 23%.
  • Rekstrargjöld námu 551 m.kr. samanborið við 509 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og hækkuðu um 8,3%.
  • Heildareignir félagsins 30. júní 2017 námu 2.472 m.kr. en voru 2.453 m.kr. í árslok 2016.
  • Eigið fé 30. júní 2017 nam 2.111 m.kr. en var 2.094 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 64,4% í lok júní, en þetta hlutfall má lægst vera 8,0%.
  • Í lok júní 2017 voru 26 verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 121 milljarði króna samanborið við 116 milljarða í árslok 2016. Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða nam 4.250 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 470 milljónir á sama tíma 2016,“


segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×