Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 22:28 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ævar Þór Benediktsson, verðlaunahafi. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira