Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 22:28 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ævar Þór Benediktsson, verðlaunahafi. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira