Lífið

John Snorri og Lína selja íbúðina með Batman hurðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta íbúð.
Fínasta íbúð. Myndir/fasteignaljosmyndun.is
John Snorri Sigurjónsson sem vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2 sem er 8.611 metrar á hæð, í ágúst og eiginkona hans Lína Móey hafa sett íbúð sína við Hrísateig á sölu.

Um er að ræða þriggja herbergja 48 fermetra íbúð í Laugardalnum með frábærum svölum í vesturátt.

Kaupverðið er um 32 milljónir króna en fasteignamatið er 17,7 milljónir. Húsið var byggt árið 1943 en íbúðin hefur verið tekin töluvert í gegn.

Lína Móey greinir frá þessu á Facebook og segir hún að íbúðin með Batman hurðinni sé komin á sölu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum opnast hurð inni í stigaganginum lóðrétt upp, ólíkt hefðbundnum hurðum. 

Smekklegt hús.
Íbúðin er töluvert undir súð.
Fínasta borðstofa.
Fallegt baðherbergi.
Batmanhurðin fræga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×