Viðskipti innlent

Vill sögufræga danska verslun á Hafnartorgið

Framkvæmdum á Hafnartorginu á að ljúka um mitt næsta ár.
Framkvæmdum á Hafnartorginu á að ljúka um mitt næsta ár. vísir/ernir

 Fasteignafélagið Reginn hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átt í viðræðum við eigendur Illums Bolighus um opnun dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunarinnar á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Forstjóri Regins vill ekki staðfesta að viðræðurnar standi yfir en heimildir herma að samkomulag sé ekki í höfn. 

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. vísir/gva

„Við erum með alls konar fólk í þessum málum [viðræðum við mögulega leigutaka] fyrir okkur heima og erlendis. Og það hefur verið rætt við alls konar aðila í Skandinavíu um verslanir,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, og vill ekki tjá sig frekar um málið.

Illums Bolighus rekur sex verslanir í Danmörku. Sú þekktasta og stærsta, um tíu þúsund fermetrar að stærð, er á Amagertorgi við Strikið í Kaupmannahöfn. Þá rekur fyrirtækið einnig þrjár verslanir í Svíþjóð, tvær í Noregi og eina í Hamborg í Þýskalandi. Sú síðastnefnda er nýjasta verslun Illums og var opnuð í nóvember í fyrra. Fyrirtækið var stofnað árið 1925 og er í dag í eigu dansks fjárfestingafélags undir forystu Henrik Yp­kendanz. Fyrirtækið teng­ist ekki stór­versl­un­inni Ill­um, sem rek­in er í næsta húsi á Strikinu, og var í eigu Baugs Group og annarra íslenskra fjárfesta á árunum fyrir hrun.

Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár en eins og komið hefur fram mun sænski fatarisinn H&M opna sína þriðju verslun hér á landi á torginu. Reginn og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu í júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun tveggja verslana. Flaggskipsverslunin, um 4.300 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum, verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,1
5
48.521
VIS
0,9
4
111.999
EIM
0,86
3
152.400
SIMINN
0,8
5
189.147
ORIGO
0,6
3
41.261

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-3,08
7
89.242
N1
-0,21
2
16.354
HAGA
-0,12
1
21.350