Golf

Ólafía Þórunn fór með LPGA-stelpurnar í skemmtilega ferð um Ísland | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sandra Gal.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sandra Gal. Mynd/Instagram/thesandragal

Íslenski LPGA-kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mætti með fjóra aðra LPGA-kylfinga í Góðgerðarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG sem fór fram á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í vikunni.

Ólafía Þórunn hefur verið duglegt að kynna land og þjóð í viðtölum á mótum sínum erlendis og hún sýndi  LPGA-stelpunum líka Ísland og íslenska náttúru í ferð þeirra hingað.

Ólafía Þórunn hafði undanfarnar vikur unnið að því með stuðningi KPMG að fá kylfinga af LPGA mótaröðinni til að taka þátt í mótinu og það tókst svona vel hjá henni.

LPGA-kylfingarnir Sandra Gal, Gaby Lopez, Tiffany Joh og Vicky Hurst auk Ólafíu mættu á mótið og fengu kynnisferð um Ísland í kaupbæti. Það er ekki hægt að sjá annað á samfélagsmiðlum þeirra að þeim hafi líkað ferðin vel.

Ólafía Þórunn er komin heim í langþráð frí eftir mikla törn en gaf sér samt tíma að sýnd kollegum sínum hvað íslensk náttúra hefur upp á bjóða.

Hin bandaríska Vicky Hurst var sérstaklega dugleg að birta myndir úr ferðinni á Twitter en Sandra Gal setti nokkrar flottar myndir inn á Instagram-síðu sína.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá ferðinni. 
You convert real quick up here. @olafiakri #kpmgisland #OlafiaKristinsdottirCharityOuting #viking #iceland #wecool
A post shared by Sandra Gal (@thesandragal) onTengdar fréttir

Kölluð „Iceland“

Tiffany Joh segir að Ólafía hafi staðið sig vel á sínu fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni. Nafnið hennar hafi þó þvælst fyrir kylfingunum.

Hefur enn ekki sýnt sitt besta

Samherji Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur hrósar henni fyrir framgöngu hennar á fyrsta tímabilinu á LPGA-mótaröðinni. Ólafía vill gera enn betur og segist enn eiga eftir að spila mót þar sem allt gengur upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira