Handbolti

Ramune: Var að leita eftir breytingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramune vill vinna Íslandsmeistaratitilinn með Stjörnunni.
Ramune vill vinna Íslandsmeistaratitilinn með Stjörnunni. vísir/andri marinó

Ramune Pekarskyte skrifaði síðdegis undir samning við Stjörnuna en hún mun leika með Garðabæjarliðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili.

Ramune kemur til Stjörnunnar frá Haukum sem hún hefur alltaf leikið með hér á landi.

„Ég var að leita eftir breytingu og var ánægð með að Stjarnan bauð mér samning,“ sagði Ramune í samtali við Vísi eftir undirritunina. En var erfitt að yfirgefa Hauka?

„Erfitt og ekki erfitt,“ svaraði Ramune sem skoraði 96 mörk í 15 deildarleikjum með Haukum á síðasta tímabili.

Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fimm ár. Ramune vonast til að liðið nái að landa þeim stóra í vetur.

„Stjarnan er alltaf að spila til úrslita en nær aldrei í stóra titilinn. Það er kominn tími á að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Ramune.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira